Mánaðarsafn: maí 2012

PEPSI-deild Karla 2012

Knattspyrna

Keflavík- Stjarnan kl:19:15 í Keflavík í kvöld

Stjörnuhlaup – 23. maí (Breytt dagsetning)

Stjörnuhlaup 23 mai 2012

Ótrúlegur lokakafli í Garðabæ

Stjarnan og Fylkir gerðu 2:2 jafntefli í 2. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var nokkuð rólegur fram á 80. mínútu en þá tók við rosalegur lokakafli.

Gunnar Örn Jónsson kom Stjörnunni yfir á 29. mínútu í ágætum fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var ansi dapur þar til á 80. mínútu. Þá fékk Daníel Laxdal rautt spjald fyrir brot á Jóhanni Þórhallssyni innan vítateigs. Ingimundur Níels Óskarsson skoraði úr vítinu og Jóhann bætti við öðru marki skömmu síðar.

Halldór Orri Björnsson náði hins vegar að jafna metin úr víti sem Atli Jóhannsson nældi í í uppbótartíma. Látunum var ekki lokið því varamaðurinn Bjarki Páll Eysteinsson fékk einnig rauða spjaldið í blálokin. Þá var markvarðaþjálfara Stjörnunnar, Henryk Bödker, vísað af varamannabekknum og upp í stúku í stöðunni 2:1.

Bæði lið eru því með tvö stig eftir tvo leiki.

Stjarnan: Ingvar Jónsson -Baldvin Sturluson, Alexander Scholz, Daníel Laxdal, Jóhann Laxdal – Atli Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Mads Laudrup – Gunnar Örn Jónsson, Garðar Jóhannsson, Kennie Chopart.
Varamenn: Tryggvi Sveinn Bjarnason, Hilmar Þór Hilmarsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Sindri Már Sigurþórsson, Snorri Páll Blöndal, Darri Steinn Konráðsson, Arnar Darri Pétursson.

Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson – Andri Þór Jónsson, David Elebert, Ásgeir Eyþórsson, Kjartan Ágúst Breiðdal – Ingimundur Níels Óskarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Tómas Þorsteinsson – Magnús Þórir Matthíasson, Jóhann Þórhallsson.
Varamenn: Finnur Ólafsson, Árni Freyr Guðnason, Oddur Ingi Guðmundsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Elís Rafn Björnsson, Styrmir Erlendsson, Kristján Finnbogason.

Tekið af mbl.is

Stjarnan vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn

Kvennalið Stjörnunnar vann Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld, 3:1, en þetta er í fyrsta skipti sem Stjarnan vinnur þennan titil. Leikið var á heimavelli Íslandsmeistara Stjörnunnar og var þetta um leið vígsla á glænýju gervigrasi liðsins. Markamaskínan Ashley Bares kom Stjörnunni yfir, 1:0, rétt áður en fyrri hálfleik lauk en Bares var markadrottning efstu deildar í fyrra með 21 mark. Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin fyrir Val, 1:1, á 53. mínútu en Íslandsmeistararnir svöruðu með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Inga Birna Friðjónsdóttir á 73. mínútu og svo kom Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Stjörnunni í 3:1 með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu. Valur fékk tækifæri til að minnka muninn þremur mínútum fyrir leikslok þegar dæmt var víti á Stjörnuna en Dagný Brynjarsdóttir klikkaði á vítapunktinum. Lokatölur, 3:1. Bikarmeistarar Vals höfðu fyrir leikinn í kvöld unnið Meistarakeppnina fimm ár í röð en nú færir titillinn sig af Hlíðarenda yfir í Ásgarð.